10.11.05

Mikið að gera.

Bloggletin er ríkjandi á þessari síðu eins og svo mörgum öðrum. Hins vegar er ég búin að vera dugleg í öðru síðustu daga.
Ég fór í saumó til Betu í gær. Það var alveg meiriháttar, bara 5 á landinu og voða kósí. Þriðjudagskvöldið fórum við nokkrar vinnustelpur á Ólíver.
Við Kári vorum bara heima á mánudaginn, því það var frí hjá dagmömmunum hans og það var alveg frábært. Ég gat bæði tekið skurk heima, þvottavélin búin að vera biluð og afmæli í gangi svo ekki veitti af, og verið með Káranum mínum.
Á sunnudaginn fórum við og sáum Edith Piaf. Alveg meiriháttar flott sýning.
Svo var afmælisboð fyrir fjölskylduna á laugardaginn.
Svo er minns bara byrjaður í leikfimi. Búin að kaupa mér kort í Curves. Hægt að lesa um það á curves.com. Algjör snilld og mjög skemmtilegt :o)
Á morgun förum við í sumarbústað með Hófí og Gunna. Það verður örugglega æðislegt. Komast aðeins út í sveitina :o)
Svo á morgun er bara vika í London ferðina... Skotta er svo kettlingafull að þegar maður horfir á risamagann, sér maður litlar loppur potast þar til :o)
Ég vona að þeir komi áður en við förum út. Hvað getur maður gert til að koma af stað fæðingu hjá ketti? Láta hana skríða eða labba upp og niður stiga eins og með okkur?

Ef þeir verða ekki komnir óska ég eftir einhverjum sem vill koma og vera hjá henni 18.-21. nóv.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home