17.11.05

London baby!

Á sama tíma á morgun verðum við Júlli í flugvélinni á leiðinni til London. Það er komin smá spenningur í mallann, ásamt smá kvíðatilfinnginu. Ég verð í burtu frá litla kútnum mínum í 4 daga! Vonandi næ ég að gera eitthvað annað en að sakna litlu krakkanna minna :o)

Stundum finnst mér svo skrítið að pæla í því að ég sé 2ja barna móðir og bara 26 ára :oP Finnst í alvöru stundum ég sé að fara að vakna upp af draumi. Hvernig getur þetta verið raunveruleikinn að eiga 2 fullkomin börn, sem sofa á nóttunni, eru svona góð og heilbrigð og svona ógurlega falleg?!!

Þegar maður sér hvað er margt hræðilegt að gerast í heiminum og hefur gerst og bara almennt sú fátækt og eymd fær að vera í heiminum.
Við Júlli horfðum loksins á Hótel Rúanda um daginn. Get ekki sagt að mér hafi liðið mjög vel á meðan og ég gat ekki haldið aftur af tárunum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home