Ég er 6 ára afmælisstelpu-mamma
Í dag á litla fallega stelpan mín afmæli. Hún er orðin 6 ára, með lausa tönn og farin að lesa smávegis.
Í gær buðum við litlum skvísum í afmælispartý. Það mættu þó ekki næstum allar sem við buðum og flestar létu ekki vita að þær kæmust ekki(eða foreldrarnir auðvitað). En þær voru þarna 6 stelpuskvísur og skemmtu sér rosalega vel.
Gaman að segja frá því að í þessum hópi var ein japönsk stelpa, ein kínversk, ein tékknesk, ein dönsk og tvær íslenskar. Þannig að það má með sanni segja að þetta hafi verið alþjóðlegt partý :o)
Í gær buðum við litlum skvísum í afmælispartý. Það mættu þó ekki næstum allar sem við buðum og flestar létu ekki vita að þær kæmust ekki(eða foreldrarnir auðvitað). En þær voru þarna 6 stelpuskvísur og skemmtu sér rosalega vel.
Gaman að segja frá því að í þessum hópi var ein japönsk stelpa, ein kínversk, ein tékknesk, ein dönsk og tvær íslenskar. Þannig að það má með sanni segja að þetta hafi verið alþjóðlegt partý :o)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home