19.9.05

Við erum líklega að fara að eignast kettlinga bráðum :o)
Ég varð vitni að því í gær :oÞ
krílin litlu munu þá líklega koma kringum 20. nóvember, eða þegar við verðum úti í London á árshátíð. Þyrfti eiginlega að fá einhvern til að búa í íbúinni hjá Skottu meðan við verðum úti, ef þetta ætlar að verða þá.(einhverjir sjálfboðaliðar?)
Ætli við munum ekki fara að sjá á henni eftir 3-4 vikur. :o)
Annars fórum við í matarboð á laugardag. Það var vægast sagt geðveikur matur! Í forrétt fengum við andalifur og þurrskinku(?) frá Frakklandi og vá þetta var æði! Í aðalrétt var ekki verra á boðstólnum. Sjávarréttaofnréttur með nokkrum tegundum af fiski, risarækju, kræklingi og ýmsu öðru góðgæti.
Svo voru ostar og kex og síðast dísæt marengsterta.
Við fórum í ótrúlega skemmtilegan leik, svona getrauna/acionary.
Við hittum líka litlu Helenu Sirrý í fyrsta skiptið. Hún er svo pínulítil og sæt. Hún er 7 vikna og bara 3 kíló, því hún fæddist 6 vikum of snemma. En vá hvað hún er falleg :o)
Svolítið fyndið að pæla í því að þó hún sé búin að þyngjast um 50% frá því hún fæddist, hef ég aldrei átt svona lítið barn. Mín voru bæði meira en 4 kíló þegar þau fæddust!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home