30.9.05

Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér
og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer.
En ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín
og leiði mig á endanum aftur til þín.


Þetta er texti eftir Meistara Megas og er í einu fallegasta lagi eftir hann að mínu mati.

Við Júlli vorum að skoða gamlar myndir og þó ekkert svo gamlar. Voru teknar fyrir 3 árum í brúðkaupi frænku Júlla.
Það er sko hægt að segja að maður sjái það á börnunum hvað tíminn líður.
Miðað við hvernig vikurnar þeysast áfram og við tekur helgi af helgi verður ekki svo langt í Jólin.
Ég er strax farin að plana smákökubakstur og Lúsíkattagerð.

Í dag eru bara 13 dagar þangað til við Júlli og Kári förum og heimsækjum vini okkar í Búdapest. :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home