5.9.05

Á föstudaginn fyrir viku fórum við í bústað að Vogum á Mýrum. Þetta var alveg frábær dvöl. Við vorum hins vegar svo óheppin að Þórdís varð veik á föstudaginn og lá út af fram á þriðjudag. Ég sjálf fékk rosalega hálsbólgu og var slöpp. En við gátum slappað af og notið þess að vera netlaus og það var svo gott. Fórum oft í pottinn og gengum eitthvað um svæðið, sem minna en við hefðum gert ef allir hefðu verið frískir. Júlli reyndi eitthvað að veiða.

Ég prónaði peysu í bústaðnum, sem hafði verið ætluð á Júlla, en þegar ég var búin kom í ljós að hún er of lítil, svo ég ætla bara að eiga hana :o)

Er byrjuð á nýrri handa Júlla.

Um kvöldið á föstudeginum sem við komum heim fórum við svo á tónleika á kaplakrika með Franz Ferdinand. Mjög fínir tónleikar.
Á laugardaginn fórum við svo í bæinn, á Segafredo og smá rölt.
Í gær buðu Hólmfríður, Gunni og Márus okkur í brunch. Það var alveg frábært. Fengum m.a. æðislegan ís með súkkulaðisósu og jarðaberjum , algjörlega sykurlausan og nánast engin fita. Það fannst sko ekki :oP

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home