22.8.05

Ég er ekki beint dugleg að blogga þessa dagana. Fór í próf á föstudaginn og gekk ekki vel. Ég er enn að reyna að gera það upp við mig hvort ég eigi að fara í prófið í vor(og borga 50 þús kr skráningargjald) eða bíða með þetta þangað til næsta haust þegar við Júlli ætlum að vera úti í útlöndum að byrja í Masternámi(amk ég, Júlli ekki alveg ákveðinn hvort hann ætlar í skóla). Það verður líka nýr kennari næstu vorönn, svo seinni kosturinn hljómar spennandi :o)
Annars get ég ekki beðið eftir næsta föstudegi, því við fjölskyldan erum að fara í sumarbústað í viku. Afslöppun, pottur, lestur, róið út í eyjarnar í kring. Bústaðurinn er risastór, með risastóru landi, 1300 ha.


Vogur er um það bil 30 km frá Borgarnesi niður við sjó. Rúmstæði fyrir 8 manns og eitt barnarúm. Vogur er einbýlishús sem stendur á fögrum stað við sjávarsíðuna. Húsinu fylgir bátur. Sjónvarp, myndbandstæki, gasgrill , örbylgjuofn og útvarp með geislaspilara og barnastóll er í húsinu. Á veröndinni er heitur nuddpottur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home