11.7.05

Ótrúlega skemmtileg helgi að baki.

Við verkfræðivinkonurnar hófum helgina á að fara í hádeginu á Oliver. Þar var tilkynnt að von væri á enn einu krílinu, en 7. júlí eignaðist Guðrún tvo yndislega 11 marka drengi. Inga Rut ætlar að koma með næsta um það leyti sem Kári verður eins árs.
Um kvöldið fór ég svo til Betu og sá fínu íbúðina hennar við Laugarveginn. Við röltum svo á Oliver, við Beta, Cilla og Ólöf sem var að koma frá USA. Þar var sko búið að skipuleggja smá óvæntupartý fyrir Dagnýju afmælisbarn, sem er orðin 25 ára og er svo að fara til Svíþjóðar í haust. Við Júlli fórum svo heim til krílanna okkar. Á laugardaginn fórum við svo með Óttari og Júlíusi krúsídúllu í Töfragarðinn í Stokkseyri. Rosalega gaman :o)
Um kvöldið fórum við svo í afmælis/innflutningspartý til Hörpu, sem er orðin 26 ára. Íbúðin hennar er bara sú flottasta held ég. Hún keypti hana fyrir löngu á 11 miljónir, gerði hana upp fyrir 2 miljónir og núna er íbúðin metin á 18 miljónir. Hún er alveg ótrúlega smekkleg og smart og á meiriháttar stað, Brávallagötu.
Í partýinu prófaði ég Singstar og ég sökkaði!!!
Reyndar kunni ég ekki lögin og ruglaðist alveg hvenær ég átti að syngja. Svo var ég búin að fá mér smá í glas ;o) Það hefur sjaldan gert fólk lagvissara, hehe.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home