Ég var að keyra heim úr vinnunni í gær og heyrði kunnuglega rödd í útvarpinu. Viðtal við mann frá Sorpu. Jebb það var fyrrum umhverfisverkfræðikennarinn minn. Að heyra í honum þarna minnti mig á hvað hann er "spes". Hann er smámæltur og líklega litblindur, amk af fötunum og litasamsetningu að dæma því hann var alltaf eins og æla til fara. Svo er hann líklega lesblindur líka, eða afleitur í stafsetningu, nema hvort tveggja sé. Við sáum ekki eina glæru þar sem var ekki amk ein stafsetningar eða innsláttar/prentvilla.
Annars erum við að fara að láta fella tré í garðinum okkar. Þetta er alveg risastórt reynitré, sem skyggir á garðinn okkar. Það er örugglega meira en 50 ára gamalt og stofninn ótrúlega breiður. Það komu tveir strákar til okkar í gær og buðu í verkið. Sögðu 30 þúsund fyrir að fjarlægja tréið eða 20 þúsund ef þeir taka allar greinar og skilja stoninn eftir, sem gæti alveg komið ágætlega út. Úff þetta er örugglega sanngjarnt, en mikill peningur engu að síður.
Á þriðjudagskvöldið fór ég í bíó með Betu og Dagnýju. Fórum á Mr and mrs Smith. Mjög fín mynd og fallegt fólk :o) Svo fórum við á Oliver eftir bíóið. Ég held ég hafi aldrei borgað meira fyrir rauðvínsglas, þetta kennir manni að spyrja hvað svona kostar áður en maður pantar. Glasið kostaði 850, eða eins og 3 flöskur í Danmörku eins og Inga Rut benti mér á.
Samt var alveg troðið þarna inni... á þriðjudegi!
Annars erum við að fara að láta fella tré í garðinum okkar. Þetta er alveg risastórt reynitré, sem skyggir á garðinn okkar. Það er örugglega meira en 50 ára gamalt og stofninn ótrúlega breiður. Það komu tveir strákar til okkar í gær og buðu í verkið. Sögðu 30 þúsund fyrir að fjarlægja tréið eða 20 þúsund ef þeir taka allar greinar og skilja stoninn eftir, sem gæti alveg komið ágætlega út. Úff þetta er örugglega sanngjarnt, en mikill peningur engu að síður.
Á þriðjudagskvöldið fór ég í bíó með Betu og Dagnýju. Fórum á Mr and mrs Smith. Mjög fín mynd og fallegt fólk :o) Svo fórum við á Oliver eftir bíóið. Ég held ég hafi aldrei borgað meira fyrir rauðvínsglas, þetta kennir manni að spyrja hvað svona kostar áður en maður pantar. Glasið kostaði 850, eða eins og 3 flöskur í Danmörku eins og Inga Rut benti mér á.
Samt var alveg troðið þarna inni... á þriðjudegi!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home