25.7.05

Fín helgi að baki. Afmælið á föstudaginn var alveg frábært. Fékk meira að segja pakka sjálf :o) Afi og Guðrún gáfu okkur svona fjölnotatæki. Algjör snilld! Prentari, skanni og ljósritunarvél. Á eftir að prófa síðari 2 eiginleikana, en prentarinn virkar ótrúlega vel. :o)
Svo á laugardaginn var svo æðislegt veður. Vorum úti í garði allan daginn, Dísa að bursla í bala og við að sötra bjór og taka til og undirbúa afmælispartýið okkar. Það var alveg frábært. Grilluðum læri og pylsur og vorum með Sangríu, sem var bara alveg þokkaleg.
Töldum ca. 40 manns, með okkur. Vorum að djamma úti í garði til kl. 2 held ég...
Fengum fullt af fínum gjöfum, kaffikvörn og kaffibaunir, kaffi, súkkulaði, ég fékk dekurkrús, með baðbombum, andlitshreinsimauki, svampi og fleiru, við fengum bæði boli og svuntu og kokkahúfur :oD, blóm, ljósmyndabókina hans Ragnars Axlessonar... Takk allir :oD
Í gær fórum við Júlli svo niður að Gróttu og tókum myndir.
Búin að setja myndir inn frá partýinu og júní, júlí og í gær. Ótrúlega dugleg!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home