27.4.05

Jæja blogga, hvað er nú það?
Við Kári döfnum vel. Við erum búin að vera að stússast smá í garðinum okkar. Kári situr í stólnum sínum og mamma gramsar í beðum :o)
Ekkert smá gaman að stússast í sínum eigin garði. Erum búin að gera plan hvað þarf að gera í sumar. Hver hefði trúað því að við ættum eftir að eiga heilt hús?
Æðislega gaman. Við getum meira að segja sótt um styrk til að gera húsið fínna. Svo var ég að sjá hús á sölu, svipað að stærð, ekki með bílskúr og ekki tekið í geng að innan og það var sett á það 33,6 milljónir. Þannig að við höfum verið rosalega heppin.
Eins og Hulda og Manni ætlum við Júlli líka til London. Ég er ekkert smá spennt :oD
Svo erum við auðvitað líka að fara til Búdapest í haust.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home