21.3.05

Síðustu helgi fórum við í sumarbústað í Skorradalnum. Ferðin byrjaði ekki vel. Fengum vitlausan lykil, að hinum bústaðnum s.s., jæja það hefði kannski ekki skipt máli nema það að þegar við voum búin að skrúfa frá vatninu fór bara allt á flot. Vatnspípa hafði sprungið á tveimur stöðum. Við, sem vorum frekar seint á ferðinni, þurftum að fara að þurrka upp allt vatnið og tæma leiðslur, sem var ekki mjög skemmtilegt þegar tilgangur ferðarinnar hafði verið að slaka á. Jæja við náðum sambandi við einhvern frá sumarbústaðanefndinni og hann sagði okkur hvar við gætum fundið varalykil að hinum bústaðnum. Þannig að þetta endaði nú allt mjög vel.
Hólmfríður bauð mér með sér í badminton í vikunni. Þetta verð ég sko bara að gera oftar. Vonandi forfallast hinar vinkonur hennar sem oftast ;o)
Er kannski einhver sem vill koma með mér í badminton kannski einu sinni í viku eða á tveggja vikna fresti? Maður gleymir sér alveg :o)
Við Júlli fórum svo um þessa helgi á árshátíð Reiknistofu bankanna og það var alveg meiriháttar. Ég hélt ég gæti ekkert skemmt mér þar sem Kári var í pössun í fyrsta sinn. Amk svona lengi. En ég dansaði af mér rassgatið og skemmti mér alveg frábærlega.
Kári var auðvitað bara eins og engill á meðan. Samt kom rosaleg skeifa þegar við komum að sækja hann. Hann mundi allt í einu eftir því að hann var ekki búin að sjá mömmu sína soldið lengi.
Átakið sem ég er búin að vera að byrja á í viku hefur ekki alveg gengið upp. Búið að vera allt of mikið af veislumat og sukkmat síðustu daga. Fengum gesti í mat í síðustu viku, þar sem étinn var slatti af hamborgurum og drukkið soldið mikill bjór og hvítvín. Svo árshátíðin og svo fórum við í mat til tengdó í gær. Fengum paellu, sem var bara of gott.
Þannig að nú verður bara tekin átaksvika dauðans áður en maður gúffar í sig Páskamatnum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home