24.1.05

Þetta ár á örugglega eftir að verða eitt það viðburðaríkasta til þessa. Við urðum 4ra manna fjölskylda. Svo ætlum við Júlli að útskrifast, Júlli núna í febrúar og ég í vor. Svo fer stóra stelpan okkar í skóla í haust.
Síðasta ár var nú alveg frekar viðburðaríkt. Keyptum hús og fluttum, ég byrjaði í frábærri vinnu og hætti svona eiginlega í skóla. Hef amk ekki verið í skóla síðan síðasta vor, fyrir utan próf.

Í dag fór Kári út í vagn í fyrsta skipti. Það hefur nú verið talað um að krílin eigi að vera orðin 4 kíló eða 4ra vikna. En hann var nú 4,13 kíló þegar hann fæddist og það var svo hlýtt að hann fékk að fara aðeins út. Hann svaf svo vel :o)
Aldrei hef ég séð svona fallegt barn.. fyrir utan eitt sem fæddist fyrir 5 árum. Ég er nú líka alveg hlutlæg í þessu máli ;o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home