10.12.04

Velkomin í nöldurhornið...
Í hverju á ég að vera í kvöld á jólaglögginu/hlaðborðinu?
Bogga var að hafa einhverjar áhyggjur af því að eiga ekkert að vera í, hún ætti að prófa að vera með bumbuna mína svona eins og á einu djammi ;o)
En það góða við þetta er, eins og fyrrnefnd benti mér á, að mér verður fyrirgefið þó ég komi ekki í nýjum og flottum fötum í hvert partý :o)
Annars verður þetta helgIN. Ef ég næ ekki að vera dugleg þessa helgi og vikuna að læra, held ég að þetta próf verði ekki mitt síðasta í þessu fagi. Fólk er farið að segja við mig hérna í vinnunni, ert þú ennþá ólétt?? Já ég er búin að vera mjög lengi ólétt, húffpúff.
Það er orðið svo jólalegt hérna í vinnunni að mig langar svona varla að hætta alveg strax. Í hádeginu í dag var búið að skreyta allt og líka jólatréð. Svo var hangikjöt með öllu og ostakökur í eftirrétt og meira að segja gos með matnum :oP
Svo kom kór, tveir einsöngvarar og undirleikarar og sungu meðan við borðuðum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home