13.12.04

Jæja þá er mín bara komin í "frí". Sko eða þannig.
Ætla að byrja á því að læra alla vikuna straumfræði og mæta svo bara ekki meira í vinnuna fyrr en næsta sumar. Ótrúlega furðuleg tilfinning.
Mætti bara í dag til að pakka saman dótinu mínu því það kemur einhver strákur úr námi um áramótin og sest í mitt sæti.
Það er líka frekar skrítið að hugsa til þess að það eru ekki nema rétt rúmlega 3 vikur í settan dag hjá mér og á miðvikudaginn, ekki á morgun heldu hinn, er litli gaur ekki lengur fyrirburi ef hann ákveður að mæta á svæðið snemma.
En þar sem ég er svo heppin að vera ekki með neina af þessum leiðinlegu kvillum á meðgöngunni, eða ekki mikið, get ég bara reynt að hvíla mig og undirbúa í rólegheitunum eftir prófið :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home