Mánudagur til mæðu einu sinni enn....
Ég var sko ekki sú eina í vinnunni í dag sem var þreytt og pirruð og gerði afskaplega lítið af viti. Erfitt að fara á fætur og erfitt að hanga í vinnunni.
Ég fékk ekki einu sinni kisuna sem var búið að lofa mér. Á föstudaginn hringdi ég í konu sem var að auglýsa lítinn kisuling og hún sagðist ætla að koma með hann til mín á laugardaginn. Svo hringdi hún bara um kvöldið og sagði að því miður væri strákurinn hennar búinn að gefa litlu kisuna.
Við Þórdís vorum frekar leiðar :o(
En jæja það hlýtur að vera einhvers staðar lítil kisustelpa sem vill vera hjá okkur.
Við Júlli skelltum okkur á Bridget Jones á laugardagskvöldið og hún var bara æði. Auðvitað ekki eins og fyrri, en stóðst alveg mínar væntingar og ekki leiðinlegt að horfa á Colin Firth í 2 tíma...
Í dag reddaði ég líka ógeðslega fínum ungbarnabílstól. Nú er þetta allra nauðsynlegasta að verða tilbúið. Þegar við erum flutt, fer ég að þvo barnafötin og svona, enda ekki nema 6 vikur í áætlaðan fæðingardag :oS
Kona í vinnunni minni var líka að segja að það væri líklegra að konur sem ættu að eiga í kringum jól og áramót ættu aðeins fyrir tímann. En ég geri nú ekkert ráð fyrir því. Ætla bara að hitta á 05.01.05! :oD
Í dag eru...
9 dagar í nýja húsið okkar
25 dagar í prófið
32 dagar til jóla
44 dagar í litla strákinn okkar
Ég var sko ekki sú eina í vinnunni í dag sem var þreytt og pirruð og gerði afskaplega lítið af viti. Erfitt að fara á fætur og erfitt að hanga í vinnunni.
Ég fékk ekki einu sinni kisuna sem var búið að lofa mér. Á föstudaginn hringdi ég í konu sem var að auglýsa lítinn kisuling og hún sagðist ætla að koma með hann til mín á laugardaginn. Svo hringdi hún bara um kvöldið og sagði að því miður væri strákurinn hennar búinn að gefa litlu kisuna.
Við Þórdís vorum frekar leiðar :o(
En jæja það hlýtur að vera einhvers staðar lítil kisustelpa sem vill vera hjá okkur.
Við Júlli skelltum okkur á Bridget Jones á laugardagskvöldið og hún var bara æði. Auðvitað ekki eins og fyrri, en stóðst alveg mínar væntingar og ekki leiðinlegt að horfa á Colin Firth í 2 tíma...
Í dag reddaði ég líka ógeðslega fínum ungbarnabílstól. Nú er þetta allra nauðsynlegasta að verða tilbúið. Þegar við erum flutt, fer ég að þvo barnafötin og svona, enda ekki nema 6 vikur í áætlaðan fæðingardag :oS
Kona í vinnunni minni var líka að segja að það væri líklegra að konur sem ættu að eiga í kringum jól og áramót ættu aðeins fyrir tímann. En ég geri nú ekkert ráð fyrir því. Ætla bara að hitta á 05.01.05! :oD
Í dag eru...
9 dagar í nýja húsið okkar
25 dagar í prófið
32 dagar til jóla
44 dagar í litla strákinn okkar
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home