Já það er rétt!
Þessi sæta kisa er nýjasti fjölskyldumeðlimurinn :o)
Hún er 8 vikna skvísa og er svona að venjast okkur, pínu stressuð enn þá.
En við fengum ekki bara kisu í gær, heldur bauð strákurinn sem er að selja okkur húsið að kaupa ísskápinn, sem passar svo vel inn í eldhúsið, þurrkarann og rosalega fínan sófa. Svo gaf hann okkur bara gardínurnar :o)
Svo í dag skrifum við loksins undir kaupsamninginn af Þórsgötunni og fáum þ.a.l. pening og á mánudaginn klárast svo samningurinn fyrir Kárastíg.
Við fórum sem sagt á Kárastíginn í gær að skoða það sem hann ætlaði að bjóða okkur að kaupa og vá mér finnst húsið okkar bara enn fallegra en mig minnti og eiginlega stærra. Æi hvað þetta verður yndislegt. Ætli fjöskyldan eigi ekki líka eftir að slást um baðið ;o)
Ég hlakka ekkert smá til að búa til smákökuilm í nýja húsinu!
Þessi sæta kisa er nýjasti fjölskyldumeðlimurinn :o)
Hún er 8 vikna skvísa og er svona að venjast okkur, pínu stressuð enn þá.
En við fengum ekki bara kisu í gær, heldur bauð strákurinn sem er að selja okkur húsið að kaupa ísskápinn, sem passar svo vel inn í eldhúsið, þurrkarann og rosalega fínan sófa. Svo gaf hann okkur bara gardínurnar :o)
Svo í dag skrifum við loksins undir kaupsamninginn af Þórsgötunni og fáum þ.a.l. pening og á mánudaginn klárast svo samningurinn fyrir Kárastíg.
Við fórum sem sagt á Kárastíginn í gær að skoða það sem hann ætlaði að bjóða okkur að kaupa og vá mér finnst húsið okkar bara enn fallegra en mig minnti og eiginlega stærra. Æi hvað þetta verður yndislegt. Ætli fjöskyldan eigi ekki líka eftir að slást um baðið ;o)
Ég hlakka ekkert smá til að búa til smákökuilm í nýja húsinu!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home