Mig langar að vera veik.
Júlla fannst það nú ekki sniðug ósk :oS
Nei svona í alvöru, ég hefði svo gott af því að liggja í rúminu í einn dag eða tvo og gera ekki neitt.
Ekki eitthvað alvarlega veik, bara svona þannig að ég geti ekki farið í vinnuna eða stússast eitthvað.
Samt væri nú ekki góður tími núna, þar sem ég þarf að fara að undirbúa afmælið hennar Dísu, þrífa og svoleiðis bæði fyrir það og til að fasteignasalinn geti einhvern tímann komið, metið íbúðina og tekið myndir hjá okkur.
Svo er næsta vika ekki góð heldur því ég stefni nú á að halda saumaklúbb á miðvikudaginn, fara á Nýdönsk&Sinfó á fimmtudaginn og árshátíð Hönnunar á laugardaginn, sem ég hlakka ógeðslega til að fara á. Við stelpurnar í vinnunni erum sko búnar að tala um hana endalaust :o) Strákarnir eru búnir að vera að laumupúkast eitthvað, en ég komst nú ekki hjá því að heyra að þeir væru að plana eitthvað skemmtilegt og þeir hlógu alveg svakalega. Þannig að maður bara bíður spenntur.
En þarnæsta vika væri tilvalin í að vera smá rúmliggjandi ;o)
Júlla fannst það nú ekki sniðug ósk :oS
Nei svona í alvöru, ég hefði svo gott af því að liggja í rúminu í einn dag eða tvo og gera ekki neitt.
Ekki eitthvað alvarlega veik, bara svona þannig að ég geti ekki farið í vinnuna eða stússast eitthvað.
Samt væri nú ekki góður tími núna, þar sem ég þarf að fara að undirbúa afmælið hennar Dísu, þrífa og svoleiðis bæði fyrir það og til að fasteignasalinn geti einhvern tímann komið, metið íbúðina og tekið myndir hjá okkur.
Svo er næsta vika ekki góð heldur því ég stefni nú á að halda saumaklúbb á miðvikudaginn, fara á Nýdönsk&Sinfó á fimmtudaginn og árshátíð Hönnunar á laugardaginn, sem ég hlakka ógeðslega til að fara á. Við stelpurnar í vinnunni erum sko búnar að tala um hana endalaust :o) Strákarnir eru búnir að vera að laumupúkast eitthvað, en ég komst nú ekki hjá því að heyra að þeir væru að plana eitthvað skemmtilegt og þeir hlógu alveg svakalega. Þannig að maður bara bíður spenntur.
En þarnæsta vika væri tilvalin í að vera smá rúmliggjandi ;o)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home