20.10.04

Jei á morgun förum við Kóngsins Köbenhavn.
Ég er búin að plana verkfræðivinkonudate á sunnudaginn, en annað er ekki planað svo við vitum.
Ætla að reyna að kaupa einhverjar jólagjafir og kannski smá barnaföt/dót, sem ég hef ekki fengið mig til að byrja á enn þá.
Annars gæti ég alveg trúað að mesta orkan fari í að finna eitthvað handa stóru dekurdósinni minni, sem verður 5 ára eftir nokkra daga.
Spurning hvort babyborn fái ekki líka pakka frá mér á afmælinu.
Eins gott að drífa sig að eyða áður en maður þarf að fara að eyða í eitthvað skynsamlegt í sambandi við húsið okkar. Annars verður það örugglega gert með bros á vör :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home