6.10.04

Úhh ég er mikil hetja. Fór til tannlæknis og hann boraði, en ég var ekki deyfð.
Þetta var auðvitað ógeðslega vont. Samt hef ég sjaldan verið jafn fljót hjá tannlækni.
Það tekur svo langan tíma að láta deyfinguna virka, þannig að þetta er kannski bara þess virði að kveljast smá :o)
Þetta er búin að vera ein að þessum verkefnalitlu vikum hérna í vinnunni, fyrir mig amk.
Sendum út tvö útboð í gær, sem þurfti ekkert að vinna meira í síðan á föstudaginn. Svo núna er ég búin að vera að hanga á netinu og læra straumfræði. Búin að taka til á borðinu mínu, í tölvupóstinum mínum og skoða fasteignasíðurnar 100 sinnum.
Hvað á maður svo að gera?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home