4.10.04

Þetta er nú meiri mánudagurinn.
Við Júlli vorum búin að finna hús, sem við ætluðum að fara að skoða og kaupa ef okkur litist vel á.
En það seldist á föstudaginn!
Það er sko búið að vera á sölu í marga, marga mánuði.
Alveg er þetta týpískt...
Svo er ég hálf verkefnalaus hérna í vinnunni og er bara að læra.
Þetta hefði verið brillíant dagur til að vera heima með smá flensu.
Sitja bara uppi í rúmi, með risakoddann minn vafinn um mig, að prjóna.
Ætla að reyna að drífa þennan litla krúttlega kjól af svo ég geti byrjað á einhverju strákalegu ;o)
Ég er búin að vera að lesa mér aðeins til um kaffidrykkju á meðgöngu, þar sem stelpa sem var að vinna með mér, og er líka ólétt, sagði að barnið gæti orðið ofvirkt..
Búin að finna eitthvað um þetta á þremur stöðum, ein sagði mest 3 bolla á dag, önnur 4-5 og síðasta 6 bolla eða minna. Þannig að ég ætla að halda mig við ca. 6 :oD
Miðað við það að ég var í stúdentsprófum þegar ég gekk með Dísuna mína, sturtaði í mig orkudrykkjum og kaffi í tonnatali og hún eins róleg og barn getur verið, ætla ég ekki að hafa miklar áhyggjur af þessu. Það er nú ekki hægt að sleppa öllu!
Væri sko alveg til í að þamba nokkra bjóra núna...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home