Litla stelpan mín var bara búin að púsla 280 stykkja púslið í morgun þegar ég fór á fætur.
Þetta er í fyrsta skipti sem hún gerir það alveg ein.
Hún er ekkert smá klár og svakalega þolinmóð.
Í morgun á leiðinni í vinnuna lenti ég í útvarpsflakki á Létt fm og þar var verið að tala við uppeldisfræðing. Ég hafði einmitt verið að spá í að leyfa Þórdísi að prófa dans, tónlist eða einhverjar íþróttir, en ég er ekki svo viss um að ég fari að drífa í því.
Hún sagði að 5 ára börn(eða börn á leikskólaaldri) ættu ekki að vera í prógrammi eftir leikskóla og var líka að tala um að það að kenna börnum í leikskólnum stafina væri kannski ekki sniðugt.
Börn ættu að vera börn þangað til þau byrja í skóla. Engar rannsóknir hafa sýnt að börn sem kunna að lesa og gera ýmislegt áður en þau fara í skóla, geri þau eitthvað betri í skólanum seinna.
Þegar börn eru í miklu prógrammi læra þau ekki að nota ímyndunaraflið, sem gerði þau jafnvel lokaðri og bældari þegar þau verða eldri.
Ég er ekkert endilega viss um að ég sé sammála öllu sem hún sagði, en ég er að hugsa um að bíða aðeins með að setja Dísu mína í eitthvað svona. Það kemur nógu fljótt.
Hún á bara að fá að vera heima og púsla og lita og syngja eins og hún gerir alltaf.
Við mættum hins vegar vera duglegri að fara með hana í gönguferðir og skoða eitthvað nýtt.
Þetta er í fyrsta skipti sem hún gerir það alveg ein.
Hún er ekkert smá klár og svakalega þolinmóð.
Í morgun á leiðinni í vinnuna lenti ég í útvarpsflakki á Létt fm og þar var verið að tala við uppeldisfræðing. Ég hafði einmitt verið að spá í að leyfa Þórdísi að prófa dans, tónlist eða einhverjar íþróttir, en ég er ekki svo viss um að ég fari að drífa í því.
Hún sagði að 5 ára börn(eða börn á leikskólaaldri) ættu ekki að vera í prógrammi eftir leikskóla og var líka að tala um að það að kenna börnum í leikskólnum stafina væri kannski ekki sniðugt.
Börn ættu að vera börn þangað til þau byrja í skóla. Engar rannsóknir hafa sýnt að börn sem kunna að lesa og gera ýmislegt áður en þau fara í skóla, geri þau eitthvað betri í skólanum seinna.
Þegar börn eru í miklu prógrammi læra þau ekki að nota ímyndunaraflið, sem gerði þau jafnvel lokaðri og bældari þegar þau verða eldri.
Ég er ekkert endilega viss um að ég sé sammála öllu sem hún sagði, en ég er að hugsa um að bíða aðeins með að setja Dísu mína í eitthvað svona. Það kemur nógu fljótt.
Hún á bara að fá að vera heima og púsla og lita og syngja eins og hún gerir alltaf.
Við mættum hins vegar vera duglegri að fara með hana í gönguferðir og skoða eitthvað nýtt.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home