7.9.04

Húff ég sem er að pirrast út í alla sem eru lélegir að blogga.
Vika síðan síðast!

Mig langar í þægilegt haust og mildan vetur með snjó!
Ekkert svakalega miklum, þannig að það verði ófært.
Ég held samt að mér verði ekki að ósk minni.
Ég sé nebla í kristalskúlunni minni blautt haust og rauð jól. :o)
Hva, eiga ekki allir kristalskúlu?
Ég var að hlusta á útvarpið í gær og þar var einmitt kona sem sá veðrið og stjórnmálin og eitthvað svona skemmtilegt í kristalskúlunni sinni.
"Ég er að sjá blautt haust...."
Er þetta eitthvað svona spákonumál. Af hverju er ekki hægt að segja bara "Ég sé.."?
Nú er ég auðvitað með smá fordóma gegn svona liði og ekki gerir það fólk trúverðugra að tala ljótt og vitlaust mál.
"Ég er að sjá Davíð Oddsson hætta í stjórnmálum eftir næstu kosningar og hann á eftir að skrifa. Hann á eftir að koma á óvart, með því að vera fyndinn...."
Æi ég held ekki......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home