15.9.04

Eins og mig langar mikið til að segja ykkur frá spennandi hlutum sem eru að gerast í lífi mínu, nenni ég því ekki.
Kláraði loksins þúsund púsla púslið í gær og sá að það vantaði eitt. Hvað er meira pirrandi?
Ég held að fjölskyldumeðlimir séu guðslifandifengir að losna við þetta af sófaborðinu.
Betra að halda sig bara við pjónana. Auðveldara að pakka þeim saman, án þess að eyðileggja einhverra daga eða vikna vinnu.
Nú er ég annars bara að bíða eftir að geta byrjað að prjóna pínulítinn kjól á litla krílið hennar systur minnar, en þar sem það er ekki fætt og ekki vitað um kynið er ég að hugsa um að bíða í nokkra daga. Ætti ekki að vera meira en 1-2 vikur, jafnvel minna :o)
Hlakka ekkert smá til að fá að æfa mig aðeins... og geta svo skilað ;o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home