28.9.04

Í dag komst ég í tveggja stafa tölu :o)
Þá er ég ekki að tala um að ég hafi verið komin yfir 100 kílóin ;o)
Ég geri auðvitað ekki mikið annað en að þyngjast núna.
Nei, ég er sko komin í 99 daga þangað til litli strákurinn okkar kemur í heiminn :oD
Í tilefni dagsins gerðist ég heimsforeldri á unicef.is.
Augnlokin hafa sjaldan verið þyngri á þessum tíma dags.
Búin að vera að magntaka aftur og aftur, því alltaf breytist þessi blessuð bygging.
Á morgun á þetta að vera búið og við Hulda unnum því hálfan laugardaginn í gríðarmiklu stuði.
Tókum meira að segja smá pílu og vorum farnar að hitta spjaldið eftir nokkrar tilraunir (þá er ég að tala um korktöfluna sem er á veggnum bakvið píluspjaldið ;o))
Á fimmtudaginn eru svo 3 vikur þangað til við förum til Köben, jei :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home