19.7.04

Mmmm yndisleg helgi að baki.
Fórum til Þingvalla á föstudaginn og tjölduðum þar eina nótt.
Ég veiddi minn fyrsta fisk í örugglega 10 ár, en sleppti honum aftur.
Þetta var pínu lítil murta. Næst ætla ég að veiða stóran fisk!
Ég var sko að vígja "nýju" fluguveiðistöngina mína, sem ég fékk í afmælisgjöf fyrir ári.
Ég er bara orðin doldið góð í að kasta, en það er sko ekki auðvelt skal ég segja ykkur.
Miklu meira mál en svona venjuleg veiðistöng.
Svo fórum við á laugardaginn í ferð um Þingvelli í æðislegu veðri og gengum að Öxarárfossi og skoðuðum fleiri staði sem ég hef ekki skoðað í mörg ár.
Fórum svo heim og ætluðum á reunion hjá MR, en fórum bara í bekkjarpartýið á undan, vorum svo þreytt eftir sólina um daginn að við fórum bara heim og horfðum á vídjó.
Svo var fjölskyldudagur í gær, hitti frændfólk mitt frá Danmörku um daginn og tengdafjölskylduna í grilli um kvöldið.
Besta helgi í langan langan tíma :oD

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home