9.2.04

Mánudagur enn og aftur...
Á föstudaginn fór ég í snilldarferð á Verkfræðistofuna VST.
Þar voru frábærar veitingar, hvítvín og bjór.
Eftir það fórum við á Pravda, þar sem Vaka var að krækja sér í atkvæði með bjór, veit ekki hversu vel gekk...
Ég fékk bara einn, en var samt ekki í neinu gulu og búin að losa mig við blómið.
Eftir það fórum við Dagný á Kaffi kúltúr og hlustuðum á Angurgapa.
Þeir eru frábærlega hressir og stemningin í samræmi við það.
Hittum hressa stráka og grettum okkur í myndavél VIR.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home