Jæja nú er hátíð árs á föstudaginn.
Þetta er mín fjórða í Háskólanum og sú síðasta að öllum líkindum.
Fyrsta árshátíðin var í Súlnasal á Hótel Sögu. Ég þekkti engan nema náttla Júlla, Daða og Hörpu hjúkkuvinkonu. Stelpurnar í byggingunni fóru meira að segja í partý og buðu mér ekki með. Skipti engu því ég þekkti þær eiginlega ekki.
Annars man ég ekki mikið eftir henni
Önnur árshátíðin var líka á Hótel Sögu. Hún var snilld. Nördarnir spiluðu írska þjóðlagatónlist og allir dönsuðu.
Man samt ekki mikið eftir henni.
Þriðja var svo á Hótel Selfossi. Byrjuðum á að fara í frábæra ferð með bekkjavinum frá Selfossi. Þeir höfðu skipulagt ferð um sveitir og bæinn og við drukkum og svo fóru allir í pottinn hjá Hjalta nema aumingja við í stjórninni, sem fórum í myndatöku. Ég var eina stelpan í stjórninni og þess vegna fór ég ein inn á herbergi að ákveða í hverju ég ætti að vera.
Þessi árshátíð var bara þrælfín!
Núna í ár verður svo farið á Hótel Örk og það er bara kominn smá fiðringur í mig :o) Ég ætla að kúra með Dagnýju.
Þið trúið þessu kannski ekki en ég er í fyrsta sinn búin að ákveða í hverju ég verð nokkrum dögum áður.
Ég held ég hafi gleymt miðanum heima í tveimur fyrstu, en þurfti ekki miða á þriðju, sem minnir mig á það að ég er ekki komin með miða á þessa...
Þetta er mín fjórða í Háskólanum og sú síðasta að öllum líkindum.
Fyrsta árshátíðin var í Súlnasal á Hótel Sögu. Ég þekkti engan nema náttla Júlla, Daða og Hörpu hjúkkuvinkonu. Stelpurnar í byggingunni fóru meira að segja í partý og buðu mér ekki með. Skipti engu því ég þekkti þær eiginlega ekki.
Annars man ég ekki mikið eftir henni
Önnur árshátíðin var líka á Hótel Sögu. Hún var snilld. Nördarnir spiluðu írska þjóðlagatónlist og allir dönsuðu.
Man samt ekki mikið eftir henni.
Þriðja var svo á Hótel Selfossi. Byrjuðum á að fara í frábæra ferð með bekkjavinum frá Selfossi. Þeir höfðu skipulagt ferð um sveitir og bæinn og við drukkum og svo fóru allir í pottinn hjá Hjalta nema aumingja við í stjórninni, sem fórum í myndatöku. Ég var eina stelpan í stjórninni og þess vegna fór ég ein inn á herbergi að ákveða í hverju ég ætti að vera.
Þessi árshátíð var bara þrælfín!
Núna í ár verður svo farið á Hótel Örk og það er bara kominn smá fiðringur í mig :o) Ég ætla að kúra með Dagnýju.
Þið trúið þessu kannski ekki en ég er í fyrsta sinn búin að ákveða í hverju ég verð nokkrum dögum áður.
Ég held ég hafi gleymt miðanum heima í tveimur fyrstu, en þurfti ekki miða á þriðju, sem minnir mig á það að ég er ekki komin með miða á þessa...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home