7.1.04

Jæja skólinn er byrjaður. Ég fór í heila 3 tíma fyrir hádegi í dag og mig langar að grenja þetta er svo leiðinlegt!!!
Reyndar er ég alveg spennt fyrir Húsagerð en þessa tíma er eldri maður að kenna og þeir eru alltaf kl 8 á morgnanna. Hann var heldur ekkert að fara hægt af stað, bara talaði lágt og rólega og ég gat ekki haldið einbeitingu.
Næsti tími var í Vatnafræði. Þetta námskeið er núna komið á annað ár, svo við vorum þarna fjögur "eldri" og krakkar sem maður þekkir ekkert, sem er svosem allt í lagi. Af þessu hinum "eldri" sem eru í þessu eru tvö búin að vera að vinna í vatnamælingum og einn sem er á Umhverfislínu. Ég var ekki alveg að finna mig þarna.
Þriðji tíminn í dag var svo Stál og tré og mér líst ágætlega á hann, verður samt ekkert auðveldur held ég.
Svo á morgun fer ég í Stærðfræðigreiningu IV. Ekki auðveldur en örugglega ágætur samt.

Ég er ekki skemmtileg að spjalla við í dag. Þreytt, pirruð á skólanum og bara allt ömulegt.
Þið verðið bara að fyrirgefa þetta væl, en maður verður nú stundum að fá að nöldra ;o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home