5.1.04

Jæja nú eru bara 2 dagar í að skólinn byrji og ég hlakka ekki til.
Já ég held bara að þetta sé í fyrsta skiptið sem mig langar bara ekkert til að byrja í skólanum. Það er ekki bara vegna þess að bara 2 af 4 fögum sem ég skráð í eru kennd. Hundfúlt.
Ég var líka að spá í dag hvort ég ætti ekki bara að fara í hárgreiðslu, en ég er samt að spá í að reyna að þrauka í gegnum þetta, það er nú ekki svo mikið eftir hvort eð er.
Svo athuga hvort ég fái ekki einhverja sæmilega vinnu í sumar, helst verkfræðitengt, því að það er frekar asnalegt að hætta ef þetta reynist svo skemmtilegt ;o)
Jæja ef þetta er svo bara leiðinlegt ætla ég kannski bara að reyna að kenna eða eitthvað svoleiðis. Svo ef það er skemmtilegt tek ég svo bara kennslufræðina við tækifæri.
En ég verð að segja að það er mjög ólíklegt að ég útskrifist í vor og líkurnar eru að minnka á því að ég útskrifist á þessu ári ef fram heldur sem horfir.
En það verður bara að koma í ljós!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home