17.1.04

Jæja, enn ein ástæðan til að drekka aldrei aftur!
Alla vega ekki að fara í vísindaferð og svo í partý þar sem er fullt af áfengi!
Eftir frábæra vísindaferð í Verkfræðingafélagið fórum við á Pravda. Ég reifst um pólitík, ræddi um trúarbrögð og horfði á Kalla sigra Idolið meistaralega. Hann er auðvitað bara snillingur.
Þetta var samt eiginlega fyrsta skiptið sem ég horfði á þetta og var samt niðursokknari í að vera pirruð út í einhvern sjalfstæðismann.
Svo kom hún Arndís, bara yndisleg :o)
Hún keyrði okkur vitleysingana í partýið til Óla, þar sem ég drakk þangað til að flæddi út um eyrun á mér. Ekki var ég nú edrú fyrir, er það nokkuð Cilla? ;o)
Einar var svo góður að skutla mér heim og þurfti að stoppa á leiðinni, hmmm ææ...
Svo kom ég heim og þar var fullt af fólki, ég fór samt að sofa bara og núna er mér illt í maganum.
Kannski ekki skrítið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home