4.12.03

"Light Power"
..var nafn á fyrirlestri sem ég fór á áðan. Hann fjallaði eins og nafnið gefur til kynna hvernig ljós geta haft áhrif á byggingar, innan og utan.
Það voru tveir menn sem kynntu sín verk, Breti og Bandaríkjamaður og það sem mesta athygli vakti hjá mér var, að sjálfsögðu, brú! Lýsingin var í höndum Bretans og samstarfsfélaga frá Speirs and Major Associates. Bandaríski stíllinn heillaði mig alls ekki.
Ef það er eitthvað sem mig langar að sjá þegar við förum til Bretlands í apríl, þá er það þessi brú. Helst langar mig að sigla undir hana að nóttu til OG fara yfir hana.


Þetta er ein sú flottasta hönnun á brú sem ég hef séð, bæði verkfræði- og arkitekúrlega séð.
Svo þegar skipin sigla undir veltur allt dæmið, bæði boginn sem heldur brúnni uppi með köplum og hún sjálf.
Ég held ég viti af hverju ég fór í verkfræði :o)


Hér er hægt að sjá fleiri myndir.

Hér sést líka lýsingin hjá Speirs and Major.

Gateshead Millenium Bridge

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home