16.11.03

Jæja helgin að baki.
Ég er búin að gera rosalega fínan lista yfir öll verkefni og dæmi sem eftir eru á önninni. Þetta er bara ekkert svo mikið held ég.
Reyndar er ég nú ekkert sérstaklega sátt við það að Þorsteinn setji fyrir 8-10 manna hópverkefni sem á að skila 8. desember. En við ætlum að reyna að vera búin með þetta fyrir fyrsta prófið sem er 1. desember.
Annars er þessi helgi búin að líða án þess að ég hefi gert neitt. Svona eiginlega. Ég fór reyndar á opnun sýningar í Hafnahúsinu á laugardaginn. Þetta var ljósmynda/arkitekúrsýning. Mjög fín sýning og það var hvítvín og tilheyrandi.
Lærði ekki mikið meira en aðrar helgar. En nú verður maður að fara að byrja!
Annars stefni ég að því að fara í vísindaferð á föstudaginn, síðustu fyrir próf. Hef ekki djammað síðan á Kennarafagnaðinum fyrir 3 vikum og það var nú varla djamm....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home