24.11.03

Úff púff, helgi spelgi..
Það eru víst komnar myndir á netið úr vísindaferðinni í Hönnun á föstudaginn. (þó það sé ekkert pláss fyrir það á umbygg svæðinu, hmmm, skil ekki...)
En það er doldið merkilegt, en ég man bara ekki eftir að hafa séð myndavélina eftir að ég var að taka nokkrar þarna alveg fyrst. Samt er mynd af okkur Dagnýju þarna og svo mynd af mér að varalita Eirík, sem ég mundi nú ekki einu sinni eftir. Þetta er nú samt allt saman smám saman að rifjast upp fyrir mér.
Þetta kennir manni það að taka ekki svona langar pásur frá drykkju. Bæði það að maður er ekki í æfingu, svo er það svo gott að maður gleymir sér alveg.
Man síðast eftir mér (óljóst) þegar ég var að segja Dagnýju og Ingu Rut hvað ég elskaði þær mikið, úff það hljómar rosalega drukkið ;o)
Svo sagði Júlli mér að Dagný hefði hringt í sig og sagt að ég væri að koma heim, hann reyndi oft að hringja í mig og þegar ég loksins svaraði var ekkert hægt að tala við mig. :o)
Þetta var semsagt föstudagskvöldið í hnotskurn frá hálf sex til ellefu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home