30.10.03

Jæja þá eru skýrslan og verkefnið í samgöngutækni búin. Til þess að klára þessa blessuðu Suðurgötu skýrslu þurfti ég að vera að til hálf 4 í nótt. Mjög undarlegt því ég er venjulega alveg vonlaus í lærdómnum seint á kvöldin.
Svo vaknaði ég kl. 6 við litlu bráðum afmælisprinsessu vera að gubba yfir allt rúmið sitt.
Þetta stóð fram eftir morgni, þangað til nokkurn veginn allt var út ælt.
Svo við erum bara heima í dag. Þreytta mamman og gubbustelpan.
Annars vorum við búin að kaupa 30 íspinna til að taka með í leikskólann í dag, því á morgun, afmælisdaginn hennar er frí.
Það verður þá bara að halda upp á það á mánudaginn í staðinn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home