25.10.03

Gærkvöldið
Mætti rétt fyrir 7 í partýið til Silju. Rosalega fín íbúð. Eftir stutta stund fórum við svo með leigubíl upp í Húnabúð. Þar var allt voða fínt. Dagný, Sveinbjörn, Katrín og Ámundi tóku á móti okkur með Sangríu. Við drógum svo miða til að sjá hvar við áttum að sitja. Það er alltaf einhver leikur til að vita það og núna var það stærðfræðin og aflfræðin og eitthvað svoleiðis og ég átti að finna Taylor röð fyrir cosx. Það tókst ... og allir fundu sætin sí­n að lokum.
Fyrst fengum við voða góða speppasúpu og bollur með.
Svo var komið að aðalréttinum. Þá var komið að fyrsta leiknum undir stjórn veislustjóranna Ámunda og Beggu. Hann var þannig að hvert borð valdi einn til að fara og keppa fyrir Þess hönd. Það b sem borð sem vann fékk að fara fyrst að hlaðborðinu.
Hlín fór fyrir okkar borð og við unnum. Leikurinn var þannig að leikmenn áttu að ná í hluti á boðinu sínu, fyrst var það svartur skór, sem Bjarni Bessason kennari lét, svo gleraugu, tómt glas, puds, fimmtíukall og síðast en ekki sí­st brjóstahaldara, sem Dagný smeygði sér úr listavel! :o)
Þetta var steikarhlaðborð, lamba-, nauta- og svínakjöt. Kartöflugratín, salat og eplasalat og fleira gott.
Eftir matinn sagði Eiríkur frá útskriftarfeðinni og það var rosalega skemmtilegt.
Í eftirmat var svo Tíramísú og kaffi.
Þetta heppanðist allt rosa vel og ég skemmti mér konunglega!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home