18.10.03

Friday baby
Ég fór í vísindaferð með Júlla og nördunum í gær í Hug. Það var rosalega skemmtilegt. Svo fórum við í vinnupartýið hjá Hildi og það var líka frábært. Dagný kíkti smá og fór svo að taka til eftir skákmenn og þrífa ælur og eitthvað skemmtilegt. Svo kom beygla í partýið, móðgaði mig og skemmdi restina af kvöldinu. Fórum á 22 og dönsuðum og svo fór ég bara heim

Ég er nú ekki vön að tala illa um fólk, sérstaklega ekki hérna á síðunni minni. Ég ætla þó að gera undantekningu núna.
Ég hitti í gær í annað sinn kærustu vinar míns. Hún flassaði brjóstunum á sér fyrir framan tvo stráka í partýinu, sem við vorum í og ég held hún hafi verið að "reyna við" nokkra stráka. Svo var hún ógeðslega dónaleg við mig án þess að ég gerði henni neitt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home