17.10.03

Það er greinilega allt í lagi. Ég vona það að minnsta kosti, því ég var að koma úr tölvusneiðmyndatöku (konan sagði þetta héti það) en fæ ekki að vita neitt fyrr en í næstu viku!!!
Þangað til ætla ég að láta allt vera allt í lagi. Ég ætla að djamma í kvöld(búin að vera að spara verkjalyfin í dag), þ.e. ég ætla í Nörda- vísindaferð. Svo eftir það ætla ég að gerast boðflenna í Júllavinnupartýi ;o)
Hressandi plan í alla staði.
Síðan ætlar mér að ganga vel í próflestri um helgina og líka ganga vel í prófinu á mánudaginn, og vera ekkert illt í bakinu, þó ég þurfi að sitja í 1 og hálfan - tvo tíma!

Í gærkvöldi fórum við Dagný að hlusta á Kvennakór Reykjavíkur og Pál Óskar syngja í Austurbæjarbíói. Það var alveg gríðarskemmtilegt. Þau tóku fullt af skemmtilegum lögum frá sjötta og sjöunda áratugnum. Palli er svo yndislegur:o)
Kom alltaf í nýjum fötum á sviðið. Fyrst í velúrjakkafötum, svo í hvítum, útvíðum jakkafötum, lakkskóm síðast var hann í svartri glimmer skirtu og með Hawai-blómakrans um hálsinn.
Svo þarf var að taka það fram að hann söng eins og engill og lék og dansaði. Hann tók t.d. It's my party, Walk on by og Do you know the way to San José.
Þær sungu bakraddir með honum og tóku líka nokkur lög án hans og stóðu sig frábærlega.
Gaman og sniðugt að sjá svona ólíkar konur samankomnar. Ungar, gamlar, stórar, litlar, feitar, mjóar...
En allar hafa þær þetta sameiginlega áhugamál, að syngja.
Kannski ætti maður að skella sér aftur í kór. Það er svo gaman. Ég var næstum stokkin upp á svið.....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home