Eftir að Hönnun klikkaði á vísindaferðinni á föstudaginn ákvað ég að eiga bara rólegt kvöld. Mamma og pabbi buðu mér í mat. Pabbi eldaði Tindabikkju, alveg æðislega góð. Síðan horfðum við á sjónvarpið, m.a. Edduna. Mikið finnst mér þetta vera yfirborðskennt allt saman. Allt fína og fræga fólkið í fínu fötunum sínum. Hálf asnalegt. En jæja ágætt samt að gefa góðum listmönnum viðurkenningu... Bestur var auðvitað Sveppi, sem er náttúrulega bara snillingur.
Síðan fórum við Dísa bara heim, hún sofnaði hjá mér inni í stofu og ég horfði á Message in a bottle, rosa sorgleg.
Það var samt eitthvað brjálað partý í húsinu á móti og allir að syngja "sódóma" og öll þessi partý stuðlög. Ég ætlaði varla að geta sofnað. Gat það samt..
Á laugardaginn horfðum við á þennan skelfilega leik og ég vil helst ekki tala um það. Nema bara að þessir dómarar eru fífl!
Sóley og Stebbi komu til okkar og við grilluðum, spiluðum Svenna, svo komu fleiri, Stebbi frændi og Gunni og vinir þeirra.
Svo fórum við öll í afmælið til Jökuls. Böddi var að spila með félögunum í Touch. Þeir voru alveg roslega skemmtilegir.
Við Júlli kíktum svo með Diljá á mojito og sá staður sökkar.
Í gær horfðum við svo á heimsmeistarann verða heimsmeistari í sjötta sinn. Snilld!
Svo fórum við Dísa í barnaafmæli. Skrítið að mæta svona í afmæli þar sem maður þekkir engan og vera samt í næstum 3 tíma. Ég var orðin svo þreytt eftir þetta að ég er ekki viss um að ég leggi í svona pakka 31. okt þegar mín verður 4ra ára.
Ég er aftur(enn þá?) komin með helvítis brjósklosið, en fékk tíma hjá lækni kl. 8.45 á morgun og ég vona að hann geti læknað mig, svo ég komist í prófið á mánudaginn.
...og eitt enn. Ég mundi taka "Un-break my heart" með Toni Braxton ef ég ætlaði að taka þátt í Idol!
Síðan fórum við Dísa bara heim, hún sofnaði hjá mér inni í stofu og ég horfði á Message in a bottle, rosa sorgleg.
Það var samt eitthvað brjálað partý í húsinu á móti og allir að syngja "sódóma" og öll þessi partý stuðlög. Ég ætlaði varla að geta sofnað. Gat það samt..
Á laugardaginn horfðum við á þennan skelfilega leik og ég vil helst ekki tala um það. Nema bara að þessir dómarar eru fífl!
Sóley og Stebbi komu til okkar og við grilluðum, spiluðum Svenna, svo komu fleiri, Stebbi frændi og Gunni og vinir þeirra.
Svo fórum við öll í afmælið til Jökuls. Böddi var að spila með félögunum í Touch. Þeir voru alveg roslega skemmtilegir.
Við Júlli kíktum svo með Diljá á mojito og sá staður sökkar.
Í gær horfðum við svo á heimsmeistarann verða heimsmeistari í sjötta sinn. Snilld!
Svo fórum við Dísa í barnaafmæli. Skrítið að mæta svona í afmæli þar sem maður þekkir engan og vera samt í næstum 3 tíma. Ég var orðin svo þreytt eftir þetta að ég er ekki viss um að ég leggi í svona pakka 31. okt þegar mín verður 4ra ára.
Ég er aftur(enn þá?) komin með helvítis brjósklosið, en fékk tíma hjá lækni kl. 8.45 á morgun og ég vona að hann geti læknað mig, svo ég komist í prófið á mánudaginn.
...og eitt enn. Ég mundi taka "Un-break my heart" með Toni Braxton ef ég ætlaði að taka þátt í Idol!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home