1.10.03

Bíó - Bíó - Bíó !!!
Eftir ágætan lærudag skelltum við okkur í bíó. Síðasti dagurinn sem bíókortið sem ég fékk með símanum mínum er í gildi.
Fórum og sáum The Magdalene Sisters, sem var á bresku kvikmyndahátíðinni. Hún var rosalega góð, átakanleg og fær alveg 3 stjörnur hjá mér held ég. Síðan kl. 10 fórum við svo á Matchstick Men. Þessi var líka algjör snilld. Fær líka 3 stjörnur.
Á morgun förum við Dagný svo á Alex & Emma, því ég vann miða á hana. Geri nú ekki alveg ráð fyrir að gefa henni eins margar stjörnur. En ég hlakka samt til :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home