21.9.03

Úff ég veit ekki hvort það er út af veðrinu, gæti verið, en mig langar eiginlega bara að komast eitthvað burt.
Þ.a. við erum að pæla í að sækja um í DTU næsta haust. Daði benti mér líka á sniðugt kollegí sem er ekki langt frá skólanum og örugglega voða fínt fyrir barnafólk. Ég get varla beðið eftir því að komast út :o)
Það er auðvitað ekkert sem heldur manni hér, nema kannski bara fjölskyldan og vinir. En ég nú líka smá fjölskyldu í Danmörku og fullt af vinum eru farnir eða að fara...

En ég kann bara ekkert á svona. Hvernig á maður að sækja um? Þarf maður ekki að vera búinn að fá "já" frá DTU til að geta sótt um íbúð í kollegíi? Þarf ekki að gera þetta strax? Svo ef maður ætlar að reyna að fá styrk, hvað á maður þá að gera?
...og ég sem kann varla dönsku...

Úff maður er greinilega bara allt of mikið dekruð mömmustelpa :o|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home