7.8.03

Jæja, nú er læknirinn búinn að úrskurða í stóra bakverkjarmálinu. Ég er með brjósklos. Svo einfalt er það.
Meira að segja við annan hryggjarlið. Þetta kostar mig rúmlega 6000 kr.
Oh ég vildi sko miklu frekar eyða þessum peningum í pilsið sem ég mátaði í gær.
Jæja en svona er lífið.

Svo eitt....
Hér ætla ég að beygja fyrir ykkur orðið systir:
Hér er systir, um systur, frá systur, til systur.

Það fer svo mikið í taugarnar á mér hvað margir beygja þetta orð vitlaust.
Maður fer ekki til systir sinnar og ekki heldur frá systir sinni!!!!

Þetta var málfarsmínútan.......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home