5.8.03

Jæja þá hefst próflesturinn...
Ég byrja svona snemma til að mega hangsa aðeins fyrst. Ég ætla samt að reyna að vera dugleg strax.
Helgin heppnaðist svakalega vel. Við vorum á tjaldstæði nálægt Grundarfirði og veðrið var frábært allan tímann. Fórum með fjölskyldunni hans Júlla og ég held að við höfum verið 19 saman og það var enginn annar á tjaldstæðinu. Þetta var eiginlega bara eins og lítið ættarmót.
Við reyndum aðeins að veiða.... fengum ekkert. En við ætlum bráðum að fara að veiða, og þá komum við ekki heim fyrr en við höfum fengið eitthvað.
Hefur einhver verið með brjósklos? Ég er að drepast í bakinu og það leiðir alla leið niður í tær. Ætla að tala við lækni, verst hvað ég er hrædd við þá :oS

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home