heidan.blogspot.com

30.12.10

Julen är här!

Við erum búin að eiga frábær jól. Á Þorláksmessu fórum við í skötuveislu til Ömma og Birnu. Þau eru með ömmur og afa í heimsókn(Gunnu og Gilla og Elínu og Danna og Ingibjörgu systur Ömma og Kærasta hennar), svo það var fjölmennt. Gunna kom með skötu að heiman, saltfisk og hamsa.
Á aðfangadag komu jólasveinar í heimsókn og svo fórum við í jólagraut til Hauks og Heiðrúnar. Malena fékk möndluna. Við borðuðum svo frábæran mat, humartartalettur og önd. Það voru alveg fullt af pökkum undir trénu og í þeim var margt fínt og fallegt. Við fengum okkur ekki jólaísinn fyrr en Styrmir var farinn að sofa. Júlli sofnaði í sófanum, enda búinn að standa í eldhúsinu í marga tíma að undirbúa matinn.
Á jóladag vorum við svo með hið árlega jólasushi. Einstaklega gott að fá sér eitthvað svona létt og krakkarnir vildu grjónagraut sem ég gerði aðeins jólalegri með kanel og möndlum. Styrmir hakkaði reyndar í sig sushi.
Annan í jólum fórum við til Hjalta og Bjargar og við vorum með skandinavískt jólaborð. Þar var meðal annars önd, reyktur makríll, síld, heit lifrakæfa með sveppum og beikoni og ostar.
Þriðja í jólum fórum við til Guðbergs og Grétu í hádeginu og við fengum jólaafganga, skinku, hangikjöt og allskonar.
Óli Hrafn, Sirrý, Þórdís(stelpan þeirra) og Sólveig systir Óla komu svo til okkar í gær og ætla að vera fram yfir áramót. Óli og Júlli bökuðu pizzur í gær og svo spiluðum við Ticket to ride eftir matinn. Í kvöld gerðu þeir svo rosalegan indverskan mat, þrjá rétti og allt meððí. Sirrý var orðin þreytt eftir bæjarrölt dagsins, kasólétt, svo við ákváðum öll bara að fara snemma að sofa og vera hress á morgun. Þau eru í Ívars og Söndru íbúð.

19.12.10

5 dagar til jóla.

Í dag er 4. í aðventu. Júlli fór til Þýskalands að fylla á vínsrekkann og fleira fyrir jólin. Á fimmtudaginn fórum við í jólatívolí í Köben með Siggu Birnu. Það var alveg frábært. Kári og Þórdís fengu turpass til að komast í tækin. Til að Styrmir fengi að komast í hringeggjur þurfti Þórdís að þykjast vera 14 ára og það tókst. Kári sem er ekki alveg orðinn 120 cm þurfti líka að ganga á tánum til að komast í nokkur tæki, eins og td. rússíbanann, sem þú fóru nokkrum sinnum í :)
Við vorum því með 14 ára stelpu, strák sem er 120 cm og einn 2ja ára. Kári hafði smá áhyggjur af því að fá kartöflu í skóinn ;)
Eftir Tívolí fórum við á ítalskan pizzastað og tókum með pizzur heim til Siggu Birnu, sem býr bara alveg niðri í bæ. Við vorum komin heim seint og öll börnin sofnuðu á leiðinni og ég líka(aumingja Júlli).
Þórdís byrjaði í jólafríi á föstudaginn, en strákarnir verða á leikskólanum til 22. des. Það er fallegur jólasnjór yfir öllu og við erum farin að hlakka til jólanna.
Við vorum búin að leita að önd hérna í Svíþjóð án árangur svo við skruppum í Nettó í DK og keyptum eina flotta, franska.
Mamma kom með humar frá Íslandi í október. Í jólama
tinn verður eins og venjulega humartartalettur í forrétt, önd í aðalrétt og svo einhver góður jólaís í
eftir rétt.
Óli Hrafn og Sirrý koma frá Gautaborg og ætla að vera með okkur um ára
mótin og við erum búin að kaupa vænan kalkún. Allt er því klárt, fyrir utan jólagjafirnir, en það reddast
örugglega korteríjól :)
Kári missti 3 efri framtönnina áðan og er ansi ófrýnilegur ;)

24.11.10

24.11.2010

Í dag fórum við í foreldraviðtal á leikskólanum hans Styrmis. Grazyna fóstran hans dásamaði hann allan tímann. Talaði um hvað hann er ótrúlega duglegur, fljótur að byrja að tala, skilur allt sem sagt er og spjallar í löngum setningum. Hann lærir lög um leið, þarf bara að heyra þau einu sinni og þá er hann farinn að syngja með. Hann talar bara sænsku i leikskólanum, sem við vissum ekki, því hann talar alltaf íslensku heima. Fyrir utan einstaka orð eins og kom og titta.
Hann er dálítið ráðríkur og finnst hann mjög stór á deildinni. Lætur engan vaða yfir sig.

Gazina sagði líka: "han är faktiskt min ögonsjärna" :))

5.10.08

40 vikur og 3 dagar!

Nú er haustið held ég alveg komið. Við Kári fórum út áðan og það var rigning og rosalega blautt. Það var nú samt rosalega skemmtilegt að sulla í pollunum. Í staðinn fyrir að bíða eftir litla gaurnum er ég að spá í að njóta þess bara að geta farið út að leika með Kára og sofa lengi á morgnanna. Yndislegu vinir okkar eru svo alltaf að bjóða okkur í mat svo það er voða ljúft og notalegt. Fórum í æðislega pizzuveislu til Ástu, Ámunda og Elsu Bjargar á föstudaginn, í gær fórum við svo í þrítugsafmæli til Sigga og í kvöld förum við í heimsókn til minnsta prinsins á kjammanum, Daníels Freys(fædda amk) og Beggu, Helga og Birtu Júlíu.
Ég var að gera pönnsur sem bíða eftir að skvísan mín komi heim úr fimleikunum.
Annars höfum við það bara gott og allt rólegt :o)

Ég er farin að hallast að því að bumbubúinn komi bara 13.10. þar sem systkini hans eru 31.10. og 13.01 ;o) Væri amk í stíl :oD

2.10.08

40 vikur!

Jæja nú byrjar biðin mikla :o)
Ég var nú að hugsa um að klára þetta í dag bara, en enn er ekkert að gerast. Kannski ætti ég að fara og hoppa á trampólíninu.

28.9.08

4 dagar í settan dag!

Jæja enn er litli gaurinn í bumbunni og kemur svo sem ekki á óvart. Ætli ég fari ekki bara viku framyfir eins og með systkinin :o)
Okkur líður bara rosalega vel. Ég get ekkert kvartað, sef á nóttunni, vaknaði kl. hálf 11 í morgun, fór í partý í gær og var bara frekar lengi, sama og engir bak- eða grindarverkir, svo að ég ætti bara að njóta þess að hafa það gott hérna heima. Samt frekar erfitt þegar maður er svona spenntur að sjá nýja fjölskyldumeðliminn! En hann kemur bara þegar hann kemur.

19.9.08

13 dagar í settan dag!

Nú fer að styttast í að við fáum að sjá litla strákinn okkar og að Kári verði stóri bróðir og Þórdís enn stærri systir. Það er allt að verða tilbúið svo hann má alveg fara að láta sjá sig. Vona að ég eigi inni smá þar sem ég gekk viku framyfir með hin. ;o) Ég fékk nú samt tíma 1.október, daginn fyrir settan dag og ljósan mín sagðist örugglega myndu sjá mig þá. Ég vona samt ekki. Annars líður okkur bumba bara vel.
Þórdís er byrjuð í körfubolta og það er víst alveg geggjað! Heldur áfram að æfa sig á sellóið, reyndar finnst okkur foreldrunum ekki alveg nóg um það. Svo er hún náttúrulega í fimleikunum líka svo það er nóg að gera.
Þau eru að læra margföldunartöflurnar um þessar mundir í skólanum og við reynum að hjálpa. Finnst ekki svo langt síðan ég var sjálf að reyna að læra þær svo það er skrítið að litla 8 ára stelpan mín sé að því núna :o)

Í vetrarfríinu fer Þórdís svo til Íslands og ég er búin að kaupa ferð og meira að segja búin að kaupa ferð fyrir okkur um jólin. Förum til Íslands 26.des, eins og síðast, og heim aftur 11.janúar :o)