heidan.blogspot.com

31.1.04

Við erum að fara í bústað.
Ég var að skoða planið, hver reddar hverju, og það er ekki spurning að þetta verður geðððveikt stuð.
Partýspil, actionary, trivial og fleira skemmtilegt :oD

Set líka til gamans kort eins og björk. Aldrei komið út úr Evrópu samt :oP



create your own visited country map

Samt doldið fyndið að ef maður hefur komið til t.d. Rússlands, Kanada og Brasilíu er þetta bara eiginlega allt rautt ;o)

30.1.04

Í dag 30. janúar á vinkona mín afmæli.
Ég hef þekkt hana frá því að við vorum 3ja eða 4ra ára held ég og það eru nú ekki margar sem hef þekkt lengur.
Fyrir fjórum og hálfu ári vorum við báðar óléttar og urðum aftur mjög góðar vinkonur eftir frekar langt hlé.
Elsku Hólmfríður mín, innilega til hamingu með 25 ára afmælið

29.1.04

Líkar???

Cilla benti mér á að við værum pínu líkar.
Ég er ekki frá því að ég sé smá sammála.
Ekki leiðum að líkjast þar :oD

27.1.04

Ohh mig langar svo eitthvað út úr bænum, á skíði eða í langa gönguferð einhvers staðar úti í sveit. Það er ekkert smá fallegt veður. Ég nenni ekki að hanga í skólanum á eftir og læra.
Annars erum við að fara út úr bænum um helgina. Held samt að þetta verði frekar suddalegt djamm, heldur en tært sveitaloft.
Af hverju fáum við ekki svona vetrarfrí? Það væri sko vel þegið núna!!

25.1.04

ARRRGGG!!!!
Ég er brjáluð.

Myndir
Vísindaferðin til Keflavíkurverktaka var hreinasta snilld. 10 mínútna fyrirlestur og fullt af bjór og pizzu. Horfðum svo á handboltann sem ég vil ekki tjá mig um...
Hér eru myndir frá kvöldinu.
Í gær fórum við svo í útskrift hjá Óttari og Hauki. Óttar var dúx og fékk líka verðlaun fyrir lokaverkefnið sitt, ég er ekkert smá stolt af honum :o) Haukur stóð sig líka mjög vel.
Svo fórum við bara heim að sofa... bara eiginlega alveg óvart. Ætluðum að spila Svenna og fara í bæinn, en fólkið var svo lengi að koma að Júlli var sofnaður í sófanum og ég orðin mjög þreytt.
Hér eru myndir frá gærkvöldinu.

21.1.04

Ómægod hvað Alias var spennandi í gær... og síðasti þátturinn í þessari seríu.
Við Cilla erum núna að hamast við að downloada seríunni af Kaaza :o)
Ég er búin að ná í fyrstu þrjá þættina. Verst hvað það er mikið að gera.
Þetta á eftir að vera svona í vetur. Þriðjudaga og miðvikudaga eru skil og því fara mánudagar og þriðjudagar svita og tár.
Úff geta þessir kennarar ekki reynt að dreifa þessu smá???
Kannski hef ég tíma á morgun til að horfa á þættina :oD

19.1.04

Jæja fyrst shout out-ið hennar Betu er bilað kemur þetta bara hér.
Það er sko bannað að tala um mann svona á netinu ;o)
Þetta með innkomuna... hún var, skal ég segja þér, að mestu leiti sviðsett.
Ég get sannað það, því það er ekki einn lítill marblettur á mér :o)
En ég viðurkenni samt þetta með esið!

17.1.04

Jæja, enn ein ástæðan til að drekka aldrei aftur!
Alla vega ekki að fara í vísindaferð og svo í partý þar sem er fullt af áfengi!
Eftir frábæra vísindaferð í Verkfræðingafélagið fórum við á Pravda. Ég reifst um pólitík, ræddi um trúarbrögð og horfði á Kalla sigra Idolið meistaralega. Hann er auðvitað bara snillingur.
Þetta var samt eiginlega fyrsta skiptið sem ég horfði á þetta og var samt niðursokknari í að vera pirruð út í einhvern sjalfstæðismann.
Svo kom hún Arndís, bara yndisleg :o)
Hún keyrði okkur vitleysingana í partýið til Óla, þar sem ég drakk þangað til að flæddi út um eyrun á mér. Ekki var ég nú edrú fyrir, er það nokkuð Cilla? ;o)
Einar var svo góður að skutla mér heim og þurfti að stoppa á leiðinni, hmmm ææ...
Svo kom ég heim og þar var fullt af fólki, ég fór samt að sofa bara og núna er mér illt í maganum.
Kannski ekki skrítið.

16.1.04

Jæja í dag er víst föstudagur, þó ég sé nú ekki farin að sofa.
Það er held ég að myndast hressandi stemning fyrir kvöldinu. Bjórsjóðspartý hjá Óla með gamla bekknum, en á undan ætlum við nokkrar í vísindaferð í Verkfræðingafélagið og svo horfa á Idolið einhvers staðar. Held samt að úrslitin séu frekar fyrirsjáanleg. Ég er alla vega farin að hlakka til, langt síðan maður hefur farið í vísó ;o)

13.1.04

Ég skellti myndunum frá laugardagskvöldinu inn á netið.

12.1.04

Jamm og jæja

Jæja kominn mánudagur enn einu sinni.
Fór í afmæli til Betu á laugardagskvöldið og það var frábært. Var með glæsilegt smárétta hlaðborð, svo glæsilegt að ég ætla ekki að reyna að lýsa því. Set inn myndir bráðum :o) Áður hafði ég farið í tvö barnaafmæli og ég var frekar þreytt þegar ég mætti. Hins vegar var svo gaman að ég endaði með að djamma til 7. Hitti gamla vini í Þjóðleikhúskjallaranum.
Í gær fórum við svo í matarboð, fengum sushi. Rosalega gott. Ég ætla einhvern tímann að prófa að gera svona sjálf.
Svo var okkur boðið í leikhús. Sáum Bless fress í Loftkastalanum. Það var bara þrælfyndið!
Það er semsagt búið að vera svakalegt prógram alla helgina og hef ekkert náð að læra. En það er allt í lagi því ég hef nægan tíma í dag :o)

7.1.04

Jæja skólinn er byrjaður. Ég fór í heila 3 tíma fyrir hádegi í dag og mig langar að grenja þetta er svo leiðinlegt!!!
Reyndar er ég alveg spennt fyrir Húsagerð en þessa tíma er eldri maður að kenna og þeir eru alltaf kl 8 á morgnanna. Hann var heldur ekkert að fara hægt af stað, bara talaði lágt og rólega og ég gat ekki haldið einbeitingu.
Næsti tími var í Vatnafræði. Þetta námskeið er núna komið á annað ár, svo við vorum þarna fjögur "eldri" og krakkar sem maður þekkir ekkert, sem er svosem allt í lagi. Af þessu hinum "eldri" sem eru í þessu eru tvö búin að vera að vinna í vatnamælingum og einn sem er á Umhverfislínu. Ég var ekki alveg að finna mig þarna.
Þriðji tíminn í dag var svo Stál og tré og mér líst ágætlega á hann, verður samt ekkert auðveldur held ég.
Svo á morgun fer ég í Stærðfræðigreiningu IV. Ekki auðveldur en örugglega ágætur samt.

Ég er ekki skemmtileg að spjalla við í dag. Þreytt, pirruð á skólanum og bara allt ömulegt.
Þið verðið bara að fyrirgefa þetta væl, en maður verður nú stundum að fá að nöldra ;o)

5.1.04

Jæja nú eru bara 2 dagar í að skólinn byrji og ég hlakka ekki til.
Já ég held bara að þetta sé í fyrsta skiptið sem mig langar bara ekkert til að byrja í skólanum. Það er ekki bara vegna þess að bara 2 af 4 fögum sem ég skráð í eru kennd. Hundfúlt.
Ég var líka að spá í dag hvort ég ætti ekki bara að fara í hárgreiðslu, en ég er samt að spá í að reyna að þrauka í gegnum þetta, það er nú ekki svo mikið eftir hvort eð er.
Svo athuga hvort ég fái ekki einhverja sæmilega vinnu í sumar, helst verkfræðitengt, því að það er frekar asnalegt að hætta ef þetta reynist svo skemmtilegt ;o)
Jæja ef þetta er svo bara leiðinlegt ætla ég kannski bara að reyna að kenna eða eitthvað svoleiðis. Svo ef það er skemmtilegt tek ég svo bara kennslufræðina við tækifæri.
En ég verð að segja að það er mjög ólíklegt að ég útskrifist í vor og líkurnar eru að minnka á því að ég útskrifist á þessu ári ef fram heldur sem horfir.
En það verður bara að koma í ljós!

2.1.04

Búin að setja myndir frá nýárspartýinu okkar á netið.


Hún verður einhvern tímann söngkona ;o)