24.11.10

24.11.2010

Í dag fórum við í foreldraviðtal á leikskólanum hans Styrmis. Grazyna fóstran hans dásamaði hann allan tímann. Talaði um hvað hann er ótrúlega duglegur, fljótur að byrja að tala, skilur allt sem sagt er og spjallar í löngum setningum. Hann lærir lög um leið, þarf bara að heyra þau einu sinni og þá er hann farinn að syngja með. Hann talar bara sænsku i leikskólanum, sem við vissum ekki, því hann talar alltaf íslensku heima. Fyrir utan einstaka orð eins og kom og titta.
Hann er dálítið ráðríkur og finnst hann mjög stór á deildinni. Lætur engan vaða yfir sig.

Gazina sagði líka: "han är faktiskt min ögonsjärna" :))

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home